Veiðigjaldafrumvarp samþykkt

Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum á næsta fiskveiðiári …
Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum á næsta fiskveiðiári verði 9,6 milljarðar króna. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Breytingar á veiðigjöldum voru samþykktar á Alþingi nú fyrir stundu. Þær fela það í sér að veiðigjöld hækka um 12% á milli ára. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Frumvarpið var samþykkt með þeim breytingum sem meirihluti atvinnuveganefndar gerði á því. Samkvæmt því nema veiðigjöld 9,6 milljörðum króna á næsta fiskveiðiári. Það er 1,2 milljörðum hærra en á síðasta ári en engu síður 1,2 milljörðum lægra en upphaflegt frumvarp sjávarútvegsráðherra hafði gert ráð fyrir.

Alls greiddu 29 þingmenn stjórnarflokkanna frumvarpinu atkvæði sitt en 19 þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu ekki atkvæði um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert