„Fólk kemur á gömlum bátum og siglir saman“

„Bátahátíðin snýst um það að fólk kemur saman á gömlum bátum og siglir saman. Fær svona hina og þessa gesti með sér. Svo erum við farin að hafa kvöldvöku. Þá koma allir og grilla saman,“ segir Harpa Eiríksdóttir í samtali við mbl.is. Hún segist skipuleggja grillið en vill ekki taka meiri heiður en það.

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum (FÁBBR) í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum (BogH), gengst nú fyrir bátahátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði í áttunda sinn.

„Við erum hátt í 30 manns hérna. Þetta er svolítið eins og árshátíð hjá bátagaurunum og svo þykist ég segja þeim hvað þeir eiga að gera. Ég skipulegg grillið og segi þeim fyrir verkum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert