Mikil umferð út úr bænum

Margir leggja land undir fót um helgina.
Margir leggja land undir fót um helgina. Af vef Vegagerðarinnar

Ein mesta ferðahelgi sumarsins er gengin í garð og má því gera ráð fyrir því að margir leggi land undir fót í góða veðrinu. Umferð hefur aukist jafnt og þétt út úr bænum frá því í morgun, og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi í Borgarnesi er stríður straumur ferðamanna í gegnum bæinn.

Um­ferðin um Vest­ur­lands­veg sem ligg­ur um Kjal­ar­nesið hef­ur nú auk­ist mikið frá því í morgun. Um klukk­an 12 óku 120 bíl­ar um veg­inn á hverj­um 10 mín­út­um og höfðu þrjú þúsund keyrt hann frá miðnætti. Um Suður­lands­veg sem ligg­ur fram­hjá Sand­skeiði óku 137 bíl­ar og 3.097 hafa keyrt þar frá miðnætti.

Umferð var tekin að aukast í gær og var þung umferð við Hvalfjarðargöngin. 

Vega­gerðin hef­ur á heimasíðu vakið at­hygli á því að vegna framkvæmda á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ geti orðið smávægilegar umferðartafir og hefur hámarkshraðinn verið lækkaður í 50 km/klst um svæði á milli Þverholts og Langatanga. Þá er einnig unnið að fram­kvæmd­um á Hell­is­heiðinni fyr­ir ofan Hamragils­veg. Á kafla hef­ur því há­marks­hraðinn verið lækkaður niður í 50 km/​klst. og gæti það tafið um­ferðina frek­ar. 

Góð veður­spá er um landið en víða má búast við að hit­i fari í 20°C. Gera má því ráð fyrir því að umferð út úr bænum muni aukast enn frekar þar sem fólk muni nýta helgina í ferðalög. Þá er nóg um hátíðarhöld víða um land en lesa má um helstu viðburði hér.

Frétt mbl.is: Um­ferðin tek­in að aukast

Frétt mbl.is: Þung umferð við Hvalfjarðargöng

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert