Reynisfjara svalasta strönd Íslands

Ljósmynd/Samantha Sheldon

Á ferðabloggsíðunni Stuck in Iceland birtist viðtal við Samantha Sheldon, breskan ferðamann sem var á ferð um Reynisfjöru í febrúar. Á síðunni segir að Reynisfjara hafi, því miður, aldrei verið til umfjöllunar á síðunni, en nú verði gerð bót á því.

Ljósmynd/Samantha Sheldon

Samantha, sem er ljósmyndari, dvaldi um skeið í Reykjavík og langaði mikið að skoða fjöruna. „Þetta var ansi löng rútuferð,“ segir hún við greinarhöfund Stuck in Iceland. „Þegar við komum að fjörunni var vindurinn algjörlega sturlaður, þannig að ég gat varla haldið myndavélinni minni kyrri,“ segir Samantha.

Ljósmynd/Samantha Sheldon

Hún segir, þegar greinarhöfundur innir hana eftir því, að það hafi í raun ekki verið neitt við Ísland sem henni mislíkaði. „Fólkið er vinalegt, landslagið er fallegt, maturinn er frábær og landið eitt það öruggasta í heimi. Hvað meira gæti maður viljað?“

Á Stuck in Iceland má lesa viðtalið í heild.

Ljósmynd/Samantha Sheldon
Ljósmynd/Samantha Sheldon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert