730 bátar á sjó

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Strandveiðibátar streyma nú út á sjó enda gott veður um allt land, samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð siglinga. Von er á því að bátarnir verði enn fleiri á sjó þegar líður á morguninn.

Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands er norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Skýjað og sums staðar súld norðaustanlands, einnig skýjað sunnanlands, en léttir til þar um hádegi. Annars bjart veður. Norðan og norðvestan 3-8 eftir hádegi og fer að rigna á austurhelmingi landsins seinnipartinn, en yfirleitt bjartviðri annars staðar. Hiti 6 til 18 stig að deginum, hlýjast um landið SV-vert. Kalt í innsveitum norðanlands í nótt. Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir slyddu á stöðum eins og Sandbúðum í nótt og Hveravöllum.

Á fimmtudag:
Norðlæg átt, yfirleitt 3-8 m/s. Skýjað og dálítil væta fyrir norðan og austan, jafnvel slydda til fjalla. Annars bjartviðri á köflum. Hiti 4 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands, en kaldast á N-verðu landinu.

Á föstudag:
Norðaustlæg átt, 3-10 m/s. Skýjað og úrkoma á víð og dreif, síst þó á Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Norðaustan 10-15 m/s norðvestanlands og með suðausturströndinni fyrripartinn, en hægari vindur annars staðar. Rigning suðaustan- og austanlands, annars úrkomulítið og bjartviðri á köflum vestanlands. Hlýnar heldur.

Á sunnudag og mánudag:
Áframhaldandi norðaustlæg átt með vætu öðru hverju í flestum landshlutum. Hiti 6 til 15 stig mildast V-til.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir hæga breytilega átt með skýjuðu veðri en úrkomulitlu. Hiti 7 til 14 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert