Fleiri vilja Jón Gnarr en Ólaf Ragnar

Samsett mynd/ mbl.is

11 prósent Íslendinga vilja Ólaf Ragnar Grímsson, núverandi forseta áfram í embættinu en 21 prósent Jón Gnarr. Jón hefur þegar lýst því yfir að hann muni ekki bjóða sig fram. Sextíu prósent Íslendinga hafa ekki enn mótað skoðun á því hvern þeir vilji sem næsta forseta Íslands samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups.

Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup sem birtist hjá RÚV í kvöld.

Gallup spurði ríflega 1.400 manns í netkönnun dagana 19. júní til 1. júlí. Af þeim sem tóku afstöðu vill 21 prósent Jón Gnarr, ritstjóra 365 og fyrrverandi borgarstjóra, sem næsta forseta Íslands, 17 prósent þeirra sem svöruðu vilja að Katrín Jakobsdóttur formaður Vinstri grænna verði forseti en 11 prósent sögðust vilja Ólaf Ragnar Grímsson.

Frétt RÚV

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert