Hátt hlutfall þungbura

Snorri Einarsson, fæðingar- og kvensjúkdómalæknir segir áhyggjuefni hversu mörg börn …
Snorri Einarsson, fæðingar- og kvensjúkdómalæknir segir áhyggjuefni hversu mörg börn fæðist of þung á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á árunum 2011 til 2014 fæddust 842 of feitir nýburar á Íslandi, 317 færri en á tímabilinu 1998 til 2001, en samkvæmt vefsíðu Hagstofu Íslands fæddust þá 1.159 of feitir nýburar.

Frá árinu 2011 hafa ríflega 1.400 börn á Bretlandi vegið meira en fjögur og hálft kíló við fæðingu og fjölgar stöðugt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nýburar sem við fæðingu eru meira en fjögur og hálft kíló eru skilgreindir sem þungburar. Miðað við að á Bretlandi búa rúmlega 64 milljónir manna en aðeins um 329 þúsund á Íslandi, er athyglisvert að hlutfallslega fæðast mun fleiri þungburar hér en þar

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert