Kúrðu með börnum í Síberíu

Husky hundar eru engu grimmari en aðrar tegundir að sögn Maríu Bjarkar Guðmundsdóttur, fjölmiðlafulltrúa Siberian Husky deildar HRFÍ. María kveðst undrandi á því hve mikla athygli slys tengd tegundinni fá á fjöl- og samfélagsmiðlum miðað við aðra hunda.

Hún bendir á að uppeldi hunda sé á ábyrgð eigenda og það beri að taka alvarlega, enda geti allir hundar sýnt af sér slæma hegðun fái þeir ekki rétt uppeldi og aga.

Frétt mbl.is: Börn sem ráða ekki við hundana sína skapa hættuástand

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert