Staðfesti úrskurð um gæsluvarðhald

Maðurinn þegar hann var leiddur fyrir héraðsdómara.
Maðurinn þegar hann var leiddur fyrir héraðsdómara. Pressphoto

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni, sem grunaður er um að hafa smitað konur af HIV. Lögreglan telur rökstuddan grun fyrir því að maðurinn hafi vitað að hann væri með HIV.

Þetta kemur fram á vef RÚV.

Dómur Hæstaréttar verður ekki birtur á vef dómstólsins, vegna rannsóknarhagsmuna og af þeirri ástæðu að málið þykir mjög viðkvæmt. 

Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki vitað af manninum, sem grunaður er um að hafa smitað konur af HIV, fyrr en nýverið.

„Við vitum ekki til þess að hann hafi skilað læknisvottorði fyrr en að þessu kom,“ sagði Haraldur við mbl.is, og vísar þar til þess þegar upp komst um HIV-smitið. „Allir sem sækja um dvalarleyfi, hælisleitendur þar á meðal, þurfa að skila vottorði,“ segir Haraldur og bætir við að það geti tekið sinn tíma að hafa vottorðið frágengið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert