Vegur verður að veruleika

Sá hluti Arnarnesvegar sem hefja á framkvæmdir við núna er …
Sá hluti Arnarnesvegar sem hefja á framkvæmdir við núna er merktur með rauðu og gulu á kortinu.

Nú hillir loks undir að hafist verði handa við framkvæmdir á lengingu Arnarnesvegar sem staðið hefur til í mörg ár.

Um er að ræða mikla samgöngubót sem ætlað er að greiða fyrir umferð í austurbyggðum Kópavogs og mun vegurinn liggja á milli mislægra gatnamóta við Reykjanesbraut og austur fyrir Fífuhvammsveg í Kópavogi.

Kostnaður við verkið er áætlaður tæpar 770 milljónir króna og áætlað er að því ljúki 1. september á næsta ári, að því er fram kemur í umfjöllun um framkvæmdir þessar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert