640 bílar um Héðinsfjarðargöng á dag

Héðinsfjarðargöng.
Héðinsfjarðargöng. mbl.is/ Sigurður Ægisson

Mikil aukning hefur verið á umferð um Héðinsfjarðargöng það sem af er ári. Þetta kemur fram á vefnum Siglfirðingi en þar segir að samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni á Akureyri hafi hún aukist um 5,4 prósent borið saman við sama tímabil á síðasta ári. Segir að nú stefni í að meðalumferð um göngin á dag verði um 630 bílar á sólarhring og að gangi það eftir hafi umferðin vaxið um tæp 17 prósent frá árinu 2011.

Umferðin um nýliðna verslunarmannahelgi var 3,4% meiri miðað við árið 2014, sé horft til tímabilsins frá þriðjudegi til mánudags. Sé hins vegar bara horft á tímabilið föstudagur til mánudags reyndist umferðin 2,2% minni nú í ár og munar þar mestu um að umferðin á sunnudeginum var 12,4% minni nú miðað við sama dag árið 2014.

Á vef Siglfirðings má sjá upplýsingar um umferðarþungann settar fram með myndrænum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert