Voru hræddar við pollinn

Konurnar festu sig utan vegar við polla skammt norðan Nýjadals …
Konurnar festu sig utan vegar við polla skammt norðan Nýjadals á Sprengisandsleið. mbl.is/Helgi Bjarnason

Erlendir ferðamenn á bílaleigubíl, tvær konur, festu sig utan vegar við polla skammt norðan Nýjadals á Sprengisandsleið um verslunarmannahelgina. Greinilega afmökuð akstursleið er í gegnum pollana tvo og vatnið í þeim ekki djúpt. Konurnar voru á litlum jeppa og munu hafa orðið hræddar þegar þær fóru yfir Nýjadalsá skömmu áður, sögðu vegfaranda sem kom þeim til hjálpar að þær hefðu næstum fest bílinn í ánni.

Greinilegt er að fleiri hræðast pollana meinlausu því landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs hafa rekið niður hæla út frá pollunum og strengt band á milli til að reyna að beina ökkumönnum rétta leið um vatnið. Það hefur ekki gengið sem skyldi því konurnar fóru út fyrir stikurnar og festu bílinn. Aðrir erlendir ferðamenn á öflugri bíl drógu þær upp og til baka og aðrir ýttu. Ekki þurfti mikið afl til að ná bílnum upp en bílarnir skildu vitaskuld eftir för í blautum sandinum.

Konurnar óku síðan sína leið og með því að fara utan í pollinn náði vatnið aðeins smávegis upp á dekk bílsins.

mbl.is/Helgi Bjarnason
mbl.is/Helgi Bjarnason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert