Ætlaði að setjast undir stýri

mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom í veg fyrir að maður í annarlegu ástandi færi af stað akandi frá bensínstöð við Vesturlandsveg í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru höfð afskipti af manninum um hálf níu leytið í gærkvöldi þegar hann var að setjast inn í bifreið við bensínstöðina. Maðurinn ætlaði að fara að aka bifreiðinni en lögreglumenn komu í veg fyrir það. 

Maðurinn er kærður fyrir vörslu fíkniefna sem hann hafði meðferðis í bifreiðinni og einnig efni sem fundust heima hjá honum.

Lögreglan stöðvaði bifreið á Vesturlandsvegi við Bauhaus skömmu fyrir kvöldmat.  Ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert