Rakinn raforkusparnaður

Unnt er að dæla varmanum úr sjónum og nota til …
Unnt er að dæla varmanum úr sjónum og nota til húshitunar. mbl.is/ÞÖK

Með því að setja upp varmadælur í kerfi hitaveitna sem nú nota ótryggt rafmagn til að hita vatnið er hægt að spara orku sem svarar til 15 MW vatnsaflsvirkjunar.

Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, segir að slík „sparnaðarvirkjun“ sé langódýrasti virkjunarkostur landsins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Átta þéttbýliskjarnar hafa slíkar hitaveitur, aðallega á köldum svæðum á Austurlandi og Vestfjörðum. Einnig í Vestmannaeyjum, en þar er hafinn undirbúningur að uppsetningu risastórrar varmadælu til að vinna varma úr sjónum. Hægt er að spara um tvo þriðju hluta raforkunnar með því að nýta varma úr umhverfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert