Spjaldtölvan bjargaði

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Fimmtán ára gamall piltur sem leitað var að í gærkvöldi kveikti á spjaldtölvu sinni og lét hana blikka þannig að dauft ljós sást í nætursjónaukum áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar sem tók þátt í leitinni.

Lenti þyrlan hjá drengnum og sigmaður þyrlunnar fór til hans og var hann heill á húfi. Drengurinn var fluttur um borð í þyrluna sem flaug með hann á Hellu þar sem fjölskylda hans tók á móti honum.

Áhöfn þyrlunnar var kölluð út um hálf níu í gærkvöldi en björgunarsveitir höfðu leitað piltsins síðan um eftirmiðdaginn en hann hafði orðið viðskila við móður sína á Heklu.

Áhöfn þyrlunnar tók með sér GSM leitarbúnað. Var leitað ítarlega í hlíðum fjallsins og um klukkan 22:50 fann svo áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar drenginn.

 Drengurinn fundinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert