Viktor fær að leika í IKEA

Viktor Ólafsson fær nú að leika í IKEA.
Viktor Ólafsson fær nú að leika í IKEA. Úr einkasafni.

Viktor Ólafsson, drengur með Downs-heilkenni, fær framvegis að leika í barnalandi IKEA í Tyrklandi og fær blíðari móttökur en þegar hann kom þangað í fyrsta skipti. Líkt og mbl.is greindi frá nýlega fékk hann ekki að inngöngu líkt og systkini sín þegar móðir þeirra hugðist skilja þau þar eftir á meðan hún færi inn í verslunina.

Færsla móður Viktors, Sigurbjargar Hjörleifsdóttur, á Facebook vakti gríðarlega mikla athygli en þar vakti hún athygli á málinu. Færslunni var deilt rúmlega 1.200 sinnum og var fjallað um málið í tveimur íslenskum fjölmiðlum og einum í Danmörku.

Í færslu sem Sigurbjörgu deildi í morgun segir að innan tveggja daga hafi hún fengið símtal, tölvupóst og heimsókn frá starfsmanni IKEA þar sem fjölskyldan var beðin afsökunar. Þá var skýrt tekið fram að þetta kæmi ekki fyrir aftur og drengurinn væri velkominn í barnalandið.

„Ég var alltaf bjartsýn að þau myndu biðjast afsökunar og átta sig á mistökum sínum en fyrir okkur skiptir aðeins máli að aðgreining, á hvaða formi sem hún er, verði ekki liðin,“ segir Sigurbjörg.

Frétt mbl.is: Meinað að leika í barnalandi IKEA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert