Læknavaktin svarar landsbyggðinni

Beðið eftir lækni á Læknavaktinni.
Beðið eftir lækni á Læknavaktinni. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta hefur gengið mjög vel það sem af er,“ segir Gunnar Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, en vaktin veitir ekki eingöngu heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig landsbyggðinni.

Síðan í mars hefur Læknavaktin svarað í vaktsímanúmerið 1700 utan dagvinnutíma fyrir Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Hjúkrunarfræðingar á sömu stofnun hafa síðan svarað í númerið á dagvinnutíma.

Um er að ræða tilraunaverkefni með Sjúkratryggingum Íslands og stendur til að bæta við fleiri stofnunum í september, eins og á Sauðárkróki og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert