Fullt tungl í nótt

Tunglið tunglið taktu mig.
Tunglið tunglið taktu mig. mbl.is/Alfons

Fullt tungl var yfir landinu í nótt eins og margur hefur eflaust tekið eftir. Þessa mynd tók Alfons Finnsson, fréttaritari Morgunblaðsins og mbl.is í Ólafsvík. Á myndinni má sjá tunglið gægjast milli skýjanna.

Ýmsar þjóðsögur tengjast tunglinu, einkum og sér í lagi fullu tungli. Þegar tvö full tungl verða í sama almanaksmánuði er seinna tunglið kallað „blátt tungl“, en þaðan kemur orðatiltækið „einu sinni á bláu tungli“, sem eflaust er kunnuglegra upp á ensku: „once in a blue moon“.

Orðatiltækið er notað til að lýsa einhverju sem gerist sjaldan, eins og því þegar tvö full tungl eru í sama mánuði. Síðast varð blátt tungl í lok síðasta mánaðar.

Frétt mbl.is: „Blátt tungl“ yfir Íslandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert