Enn mikil óánægja ríkjandi

Röntgenmynd skoðuð á Landspítalanum.
Röntgenmynd skoðuð á Landspítalanum. mbl.is/ÞÖK

Að sögn Katrínar Sigurðardóttur, formanns Félags geislafræðinga, höfðu engar uppsagnir geislafræðinga verið dregnar til baka þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gærkvöldi.

Alls voru þær 18 talsins og áætlað að þær tækju gildi á miðnætti. Geislafræðingarnir sögðu upp í verkfallsaðgerðum Félags geislafræðinga fyrr á árinu, en gerðardómur úrskurðaði um kjör þeirra þann 14. ágúst sl.

Katrín segir enn mikillar óánægju gæta meðal geislafræðinga, einkum vegna stöðu stéttarinnar innan Landspítalans, ákvæði stofnanasamninga hafi ekki verið uppfyllt og starfsumhverfi þeirra sé óviðunandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert