Geta bætt öðru og þriðja folaldinu við

Hrossabændur geta aukið tekjur sínar mikið með því að láta …
Hrossabændur geta aukið tekjur sínar mikið með því að láta taka blóð úr fylfullum hryssum á sumrin. Úr því eru unnin verðmæt efni. mbl.is/Kristinn

Hrossabændur geta aukið tekjur sínar af stóðinu verulega með því að láta taka blóð úr fylfullum hryssum.

Blóðtakan sem stendur yfir þessar vikurnar eykst hægt en örugglega á hverju ári, að sögn framkvæmdastjóra Ísteka. Sífellt fleiri bændur taka þátt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þteta í Morgunblaðinu í dag.

Greiðslur fyrir blóðið hafa hækkað að meðaltali um 10% á ári síðustu árin að sögn Arnþórs Guðlaugssonar framkvæmdastjóra. Venjulega skila hryssurnar einu folaldi á ári. Unnt er að fá verðmæti með blóðsöfnuninni sem samsvarar innleggi í sláturhús af allt að tveimur folöldum til viðbótar og þrefalda þannig tekjurnar af hverri hryssu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert