Með mikið magn barnakláms í tölvunni

mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að erlendur karlmaður sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldi hans stendur. Rannsókn stendur yfir á meintum fjársvikum mannsins sem og vörslu og dreifingu á barnaklámi.

Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komuna í landsins í júní sumar vegna ábendingar um að hann hafi greitt fyrir flugið með illa fengnu greiðslukorti. Játaði maðurinn við yfirheyrslu sekt sína í þeim efnum. Við rannsókn á tölubúnaði sem maðurinn hafði meðferðis fannst mikið magn af myndum af börnum, aðallega ungum drengjum, í kynferðislegum athöfnum. Er talið að hann hafi komið að umfangsmikilli dreifingu á barnaklámi á netinu. Um er að ræða þúsundir mynda og myndbanda.

Maðurinn er einnig grunaður um umfangsmikil fjársvik og að hafa haldið þeim áfram eftir að hann var handtekinn í júní. Maðurinn var handtekinn aftur af þeim sökum 6. ágúst þegar hann gerði tilraun til að sækja muni sem greitt hafði verið fyrir með illa fengnu greiðslukorti. Honum var sleppt aftur að lokinni yfirheyrslu en handtekinn á ný 12. ágúst eftir að fleiri slík mál áttu sér stað. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert