Tekjurnar í 349 milljarða

Brottfarir frá Keflavíkurflugvelli á fyrstu sjö mánuðum ársins voru 28% …
Brottfarir frá Keflavíkurflugvelli á fyrstu sjö mánuðum ársins voru 28% fleiri en í fyrra.

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að útflutningstekjur Íslands af ferðaþjónustu verði 349 milljarðar í ár, en þær voru 276,4 milljarðar árið 2013.

Það yrði 72,6 milljarða króna auking á þremur árum, sem jafngildir aukningu um 66,3 milljónir króna sérhvern dag árin þrjú, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í þessari spá eru lagðar saman útflutningstekjur af ferðalögum og farþegaflutningum með flugi. Spáin var gerð að beiðni Morgunblaðsins í tilefni af nýjum tölum Hagstofunnar um útflutning á fyrri hluta ársins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert