Fýll sóttur og verkaður fyrir veturinn

Fýlaverkun í Fagradal. Ragnhildur Jónsdóttir og Bryndís F. Harðardóttir skera …
Fýlaverkun í Fagradal. Ragnhildur Jónsdóttir og Bryndís F. Harðardóttir skera til fýlinn og hreinsa og fjær svíður Ársæll Guðlaugsson dúninn af fýlsungum. mbl.is/Jónas Erlendsson

„Annað hvort finnst fólki fýllinn góður – eða vondur. Það er ekkert þar á milli. Mér finnst hann mjög góður enda vanist honum frá unga aldri. Það var alltaf soðinn fýll í matinn í Pétursey á föstudögum.“

Þetta segir Sigurður Elías Guðmundsson, hótelstjóri í Vík. Hann er einn þeirra sem viðhalda gömlum hefðum Mýrdælinga. Tekur fýlsunga, verkar og matreiðir fyrir fjölskylduna og gesti.

„Við erum búin að taka allt okkar. Fýllinn er ansi vænn núna, hefur fengið gott að éta í sumar,“ segir Elías í samtali um fýlsverkunina í Morgunblaðinu í dag. Flugið hófst um 25. ágúst, heldur seinna en í fyrra. Margir eru byrjaðir á fýlaveiðunum og þeir sem eiga eftir að fara gera það um helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert