Létu vatnið renna niður kirkjutröppurnar

Vatn var látið leka niður tröppurnar.
Vatn var látið leka niður tröppurnar. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Listgjörningurinn Dynjandi eftir Örn Inga Gíslason fór fram við kirkjutröppurnar á Akureyri í kvöld. Í gjörningnum var vatn látið renna niður tröppurnar sem lýstar voru upp með lituðum ljósum. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, tók þátt í gjörningnum og gekk niður tröppurnar á undan fossinum.

Að sögn fréttaritara mbl.is sem myndaði gjörninginn voru margir samankomnir við tröppurnar til að fylgjast með og var fólk hrifið.

Gjörningurinn var hluti af A! Gjörningahátíðinni sem haldin er í fyrsta skiptið um helgina. Að hátíðinni standa Listasafnið á Akureyri, Leiklistarhátíðin LÓKAL, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar með stuðningi frá Myndlistarsjóði.

Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, tók þátt í gjörningnum
Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, tók þátt í gjörningnum mbl.is/Þorgeir Baldursson
Grjót var borið niður tröppurnar og síðan hlaðnar vörður.
Grjót var borið niður tröppurnar og síðan hlaðnar vörður. mbl.is/Þorgeir Baldursson
Reistar voru vörður við enda trappanna.
Reistar voru vörður við enda trappanna. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is/Þorgeir Baldursson
Fjölmargir fylgdust með.
Fjölmargir fylgdust með. mbl.is/Þorgeir Baldursson
Slökkviliðsmenn sáu um að stjórna vatninu.
Slökkviliðsmenn sáu um að stjórna vatninu. mbl.is/Þorgeir Baldursson
Kveikt var á blysum við lok gjörningsins.
Kveikt var á blysum við lok gjörningsins. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert