Hviður upp í 37 metra á sekúndu við Hafnarfjall

Talsverður vindur er nú undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi.
Talsverður vindur er nú undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. mbl.is/Gúna

Mjög hvasst er á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli og er ekki gert ráð fyrir að vind sloti fyrr en seinni partinn í dag. Samkvæmt mælum Veðurstofunnar fóru hviður upp í 37 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli, en vindur þar mælist 15 metrar á sekúndu. Á Kjalarnesi er vindur 19 metrar á sekúndu en fer upp í 27 metra í mestu kviðum.

Suðaustanátt er nú á landinu, en samkvæmt spá Veðurstofunnar verðu hún víðast hvar á bilinu 13 til 20 metrar á sekúndu. Úrkomulítið er norðaustanlands, en annars talsverð rigning. Spáð er mikilli úrkomu á suðausturlandi. Í nótt á að lægja og spáð er því að vindur fari niður í 3-8 metra á sekúndu á morgun, en suðaustan 8-15 metra fyrir austan. Áfram verður vætusamt og milt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert