Latibær útnefndur til Emmy-verðlauna

Latibær hefur notið mikilla vinsælda meðal barna.
Latibær hefur notið mikilla vinsælda meðal barna. mbl.is/Heiddi

Latibær var í dag útnefndur til alþjóðlegu Emmy-verðlaunanna sem besta barnaefni fyrir börn á leikskólaaldri. Þetta er mikill heiður fyrir þáttaröðina sem hefur áður fengið Emmy-útnefningar fyrir leik, leikstjórn og tónlist.

Verðlaunaafhendingin fer fram þann 5. apríl 2016. Latibær keppir við aðrar þáttaráðir frá Japan, Bretlandi og Brasilíu.

Árið 1995 gaf Magnús Scheving út fyrstu Latabæjarbókina Áfram Latibær. Á sama tímabili var Latibær í rannsóknarvinnu þar sem leitað var til þúsunda foreldra um allan heim um hvaða persónueiginleikum börn ættu að búa yfir. Eftir 10 ára rannsóknarvinnu fundaði samstarfsfólk Magnúsar með sjónvarpsstöðinni Nickelodeon og úr varð sjónvarpsþátturinn Latibær. Þátturinn er mjög vinsæll og hefur verið sýndur í yfir 170 löndum á um þrjátíu tungumálum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert