Afhjúpuðu bókmenntamerkingu til heiðurs Svövu

Svava og Ásta-María Jakobsdætur afhjúpuðu merkinguna.
Svava og Ásta-María Jakobsdætur afhjúpuðu merkinguna. mbl.is/Styrmir Kári

Bókmenntamerking til heiðurs rithöfundarins Svövu Jakobsdóttur var afhjúpuð á Austurvelli í dag. Sonardætur Svövu, Svava og Ásta-María Jakobsdætur, afhjúpuðu merkinguna. 

Bókmenntamerkingin stendur á horni Kirkjustrætis og Pósthússtrætis. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg er Svava í brennidepli á Lestrarhátíð í Bókmenntaborg í ár, en hún hefði orðið 85 ára nú í október. Við athöfnina fyrr í dag ávarpaði Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur gesti.

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hóf að kortleggja og merkja skáldaslóðir í borginni með bókmenntamerkingum á öðru starfsári sínu og var fyrsta merkingin afhjúpuð á Lestrarhátíð í október 2012. Hún er í Aðalstræti þar sem Langibar (Adlon) stóð og er tileinkuð Elíasi Mar. Bókmenntamerkingarnar eru hluti af menningarmerkingum Reykjavíkurborgar þar sem vakin er athygli á sögu og menningu borgarinnar í borgarlandinu.

mbl.is/Styrmir Kári
Bókmenntamerkingin stendur á horni Kirkjustrætis og Pósthússtrætis.
Bókmenntamerkingin stendur á horni Kirkjustrætis og Pósthússtrætis. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert