Enn tími til að semja

Formenn félaganna þriggja afhenda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, yfirlýsinguna í …
Formenn félaganna þriggja afhenda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, yfirlýsinguna í stjórnarráðinu í morgun. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Formenn SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna afhentu forsætisráðherra sameiginlega yfirlýsingu í morgun þar sem þeir kröfðust þess að stjórnvöld tækju ábyrgð á því að mörg þúsund ríkisstarfsmennværu á leið í verkfall. Enn væri þó tími til stefnu.

Krefjast félagsmenn þeirra að þeir fái sambærilegar kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn og að þeim verði sýnd sú lágmarksvirðing að hafa sjálfstæðan samningsrétt, að því er segir í yfirlýsingunni. Þeir sætti sig ekki við virðingarleysi stjórnvalda sem birtist í þeirri ákvörðun að leggja enn og aftur á borð tilboð sem margsinnis hefur verið hafnað.

„Það er grundvallaratriði að við fáum réttlátar leiðréttingar á kjörum okkar til samræmis við aðrar stéttir hjá ríkinu, öllu öðru verður hafnað,“ segir í yfirlýsingunni.

Yfirlýsing SFR, SLFÍ og LL

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert