Hálka á Holtavörðuheiði

mbl.is/Gúna

Hálkublettir eru á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru víða á Suður- og Suðvesturlandi.

Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði en hálkublettir í Norðurárdal og á Bröttubrekku. Hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði, Öxnadalsheiði og á flestum fjallvegum á Norðaustur- og Austurlandi.

Vegagerðin vekur athygli á að hálendisvegir eru ekki í þjónustu á þessum árstíma og færð er ekki  könnuð með reglubundnum hætti. Þó er vitað að færð er þar sumstaðar farin að spillast, einkum norðanlands, og er Eyjafjarðarleið lokuð. Einnig geta ýmsar leiðir verið varasamar vegna síbreytilegs vatnsmagns í ám.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert