Landmælingar yrðu óþarfar

Loftmynd af ósum Þjórsár þar sem strandlína eins og hún …
Loftmynd af ósum Þjórsár þar sem strandlína eins og hún hefur verið sýnd á kortum Landmælinga Íslands er teiknuð sem gul en ný mæling Loftmynda er sýnd sem rauð lína. Heildarlengd strandlínu Íslands (meginland) er skv. þessari nýju mælingu 6542.4 km. mynd/Loftmyndir

Fyrirtækið Loftmyndir hefur sent skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármálaráðuneytinu bréf með tilboði um að láta ríkinu í té kortagrunn fyrirtækisins.

Í erindinu segir jafnframt að kort Loftmynda séu nákvæmari en kort Landmælinga Íslands. Liggi munurinn í því að kort Loftmynda séu í hærri upplausn og sýni landið í hlutfallinu 1:25.000 en kort Landmælinga sýni 1:50.000. Þýðir það í stuttu máli að einn sentimetri á korti Loftmynda sýni 2,5 km svæði en sentimetri á korti Loftmynda sýni 5 km svæði.

Að sögn Karls Arnars Arnarsonar, framkvæmdastjóra Loftmynda, er ekki krafist greiðslu fyrir aðgang að kortagrunni fyrirtækisins, en að gerður verði samningur um rekstur þess. Aðspurður segir Karl að ef ríkið gangi að tilboðinu, muni starfsemi Landmælinga verða allt að því óþörf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert