Funda um málefni FVA

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Við munum funda með skólameistaranum á mánudaginn hér í ráðuneytinu og ræða við hana um þá stöðu sem komin er upp og glöggva okkur á þeim vanda sem þarna virðist vera,“ sagði Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra um málefni Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA). Hann sagði að síðan myndi ráðuneytið vilja vinna með skólameistaranum og öðrum að því að leysa úr þeim vanda sem virtist vera uppi í skólanum.

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að átök og illdeilur væru í FVA. Kennarar við skólann væru mjög óánægðir með starfshætti og stjórnun Ágústu Elínar Ingþórsdóttur skólameistara. Að sögn kennara við skólann er ástandið alvarlegt og skólinn sagður óstarfhæfur í raun.

Kennarar skólans funduðu á miðvikudaginn var og ákváðu þar að fara með málið til menntamálaráðuneytisins, bæjaryfirvalda og skólanefndar.

Formaður skólanefndar FVA, Reynir Þór Eyvindsson, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að mikil óánægja ríkti meðal kennara með störf og stjórnunarhætti skólameistarans. Hann sagði það vera menntamálaráðuneytisins að ákveða hvað gert yrði.

Reynt hefur verið að hafa samráð

„Reynt hefur verið að hafa samráð við starfsmenn skólans eins og unnt er varðandi nauðsynlegar og umtalsverðar aðhaldsaðgerðir í rekstri skólans sem farið hefur verið fram á við skólann,“ segir Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, í skriflegu svari við spurningu Morgunblaðsins hvort skólameistari hefði ekki þurft að hafa samráð við kennara skólans um niðurskurð. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er megn óánægja meðal kennara með starfshætti og stjórnun skólameistarans.

„Krafa er gerð um að uppsafnaður rekstrarhalli fyrri ára verði greiddur og að rekstur stofnunarinnar verði innan fjárheimildar. Samkvæmt reglugerð nr. 1061/2004, um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana, ber forstöðumaður ábyrgð á því að útgjöld stofnunar séu í samræmi við fjárheimildir og að fjárreiður og rekstur stofnunar sé í samræmi við áætlanir sem gerðar hafa verið,“ segir hún.

Kennarar deila við skólameistara

Ágústa E. Ingþórsdóttir.
Ágústa E. Ingþórsdóttir. mbl.is/G.Rúnar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert