Verjendur sagðir hafa brotið gegn fjölmiðlabanni

mbl.is/Hjörtur

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að tveir verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki og að skipaðir verði nýir verjendur.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Þar segir að krafan hafi verið tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Ennfremur segir, að þeir séu verjendur tveggja Íslendinga sem sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innflutningi á tugum kílóa sterkra fíkniefna sem fundust í bíl sem kom hingað til lands með Norrænu 22. september.

Þá kemur fram, að ástæða kröfu lögreglunnar er sú að umræddir verjendur eiga að hafa brotið gegn fjölmiðlabanni sem  skjólstæðingum þeirra  var gert að sæta á gæsluvarðhaldstíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert