Ríkið þarf að greiða 18 milljónir

Ríkið þarf að greiða manninum rúmar 18 milljónir.
Ríkið þarf að greiða manninum rúmar 18 milljónir. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni rúmar 18 milljónir í skaðabætur og miskabætur vegna tveggja og hálfs árs fangelsisdóms sem Hæstiréttur hvað upp í maí árið 1998 fyrir aðild að stórfelldri líkamsárás á veitingastaðnum Vegas í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn lést í kjölfarið.

Manninum var gefið að sök að hafa sparkað í höfuð manns sem lá á gólfi veitingastaðarins. Var hann dæmdur í tveggja ára og þriðja mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í málinu. Einn dómari í Hæstarétti skilaði sératkævði í málinu og taldi að sýkna ætti manninn.

Maðurinn hlaut reynslulausn þegar hann hafði afplánað tvo þriðju hluta dómsins. Hafði hann þá setið 354 daga í fangelsi, til viðbótar 123 dögum í gæsluvarðhaldi sem komu til frádráttar refsivist hans. Var hann því sviptur frelsi í 477 daga í formi fangelsisvistar.

Maðurinn leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu og bar fram kæru yfir því að Hæstiréttur hefði í sakfellingardómi sínum byggt á endurmati á munnlegum yfirheyrslum í héraðsdómi, án þess að hafa sjálfur yfirheyrt vitni eða ákærða sjálfan. Komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðustöðu að málferð Hæstaréttar hefði ekki samrýmst mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Óskaði maðurinn eftir endurupptöku og var sýknaður af Hæstarétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert