Innbrotsþjófar handteknir

mbl.is/Júlíus

Lögreglan handtók tvo menn í miðborginni í nótt grunaða um innbrot og þjófnað. Þeir gista fangaklefa en eru óviðræðuhæfir vegna fíkniefnaneyslu. Aðrir sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi og nótt voru einnig allir undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglunni barst ábending um grunsamlegar mannaferðir við hús í miðborginni á þriðja tímanum í nótt og voru tvímenningarnir handteknir á vettvangi. Rætt verður við þá þegar þeir verða viðræðuhæfir en þangað til gista þeir fangaklefa.

Um hálfníu í gærkvöldi var síðan ökumaður stöðvaður en hann var undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku.

Einn var handtekinn um tvöleytið en hann er grunaður um innbrot í bifreið í austurhluta borgarinnar. Hann gistir fangaklefa og verður yfirheyrður þegar hann verður viðræðuhæfur en hann var undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert