Staðfesta gæsluvarðhald til 22. desember

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þremur karlmönnum í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Munu þeir sitja í gæsluvarðhaldi til 22. desember.

Fjórir einstaklingar, tveir Íslend­ing­ar og tveir Hol­lend­ing­ar, sitja í heild í gæslu­v­arðhaldi vegna málsins eft­ir að lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterk­um fíkni­efn­um. Efn­in fund­ust í bif­reið sem kom til lands­ins með Nor­rænu 22. sept­em­ber.

Í síðasta mánuði var sagt frá því að mennirnir séu á þrítugs- og fertugsaldri, en í Fréttablaðinu var haft eftir Aldísi Hilm­ars­dótt­ur aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóni að málið sé stórt á ís­lensk­an mæli­kv­arða

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að fundist hafi 19,5 kíló af amfetamíni og rúmlega 2,5 kíló af kókaíni í tengslum við málið og þá hafi einn hinna handteknu verið með umslag með 15.600 evrum. Þá fundust svokölluð Ikort við húsleitir og kom í ljós að lagt hafði verið inn á þau um 17 milljónir og  stór hluti þess fjármagns tekinn út úr hraðbanka í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert