Jólaljósin tendruð á Húsavík

Jólatré Húsvíkinga 2015
Jólatré Húsvíkinga 2015 mbl.is/Hafþór Hreiðarsson fréttaritari Húsavík

Jólaljósin voru tendruð á bæjarjólatré Húsvíkinga síðdegis í stilltu veðri en örlitlum éljagangi. Athöfnin var fjölmenn og dagskráin með hefðbundnum hætti.

Gengið í kringum jólatréð með Skyrgámi.
Gengið í kringum jólatréð með Skyrgámi. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson fréttaritari Húsavík

Knattspyrnustúlkur úr Völsungi sungu jólalög við undirleik Guðna Bragasonar og séra Sighvatur Karlsson flytja stutta hugvekju. Guðrún Kristinsdóttir formaður Völsungs flutti ávarp í forföllum sveitarstjóra Norðurþings og Soroptimistaklúbbur Húsavíkur með kakósölu eins og mörg undanfarin ár.

Þá komu jólasveinar til byggða sem sungu og dönsuðu í kringum jólatreð með bæjarbúum ásamt því að gefa ungviðinu jólaepli.

Anna Lísa Guðmundsdóttir fær hér epli frá jólasveinunum.
Anna Lísa Guðmundsdóttir fær hér epli frá jólasveinunum. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson fréttaritari Húsavík

Jólatréð sem stendur á flötinni sunnan Samkomuhússins kom að þessu sinni úr garði Guðrúnar Steingrímsdóttur og Gunnars Jóhannessonar við Álfhól 6 á Húsavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert