Um frostmark sunnantil á morgun

Hitaspá kl. 12 á morgun.
Hitaspá kl. 12 á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa spáir norðlægri átt 5-13 m/s. Él norðantil, snjókoma austantil en bjart að mestu sunnan- og vestalands. Vaxandi austanátt með snjókomu sunnantil á landinu með morgninum, fyrst austantil. 8-18 m/s síðdegis, hvassast allra syðst. Hægari vindur og minnkandi ofankoma fyrir norðan. Þykknar upp vestanlands með dálitlum éljum þegar líður á kvöldið. Frost 0 til 10 stig en um frostmark sunnantil á morgun.

Veðurvefur mbl.is

Á fimmtudag:
Suðaustanátt, 8-15 m/s. Snjókoma eða él, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við suðurströndina. 

Á föstudag:
Austlæg átt 8-13 m/s og él, einkum norðantil á landinu og suðaustanlands. Kólnar lítið eitt. 

Á laugardag:
Austlæg átt 8-13 m/s. Dálítil él, en bjart að mestu suðvestan- og vestanlands. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum N-lands. 

Á sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en líkur á stöku éljum úti við ströndina. Kalt í veðri. 

Á mánudag:
Útlit fyrir ört vaxandi suðaustanátt með talsverðri snjókomu og síðar slyddu eða rigningu, einkum S- og V-lands. Hlýnandi veður. 

Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðvestan átt með éljum og kólnandi veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert