Vinnustofa Kjarvals upp á vegg

Nú er hægt að virða fyrir sér gríðarstórt verk sem Jóhannes Kjarval málaði á veggi vinnustofu sinnar í Austurstræti, hann kláraði verkið sem nefnist Lífshlaupið árið 1933 en það er fyrirferðarmikið á sýningu sem var opnuð á Kjarvalsstöðum um helgina þar sem mörg sjaldséð verk úr einkasafni eru til sýnis.

Sýningin nefnist Hugur og heimur en í sýningunni er lagt upp með að draga fram meginstefin á ferli meistarans. Mörg verkanna eru úr einstæðu safni hjónanna Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur en það er varðveitt í Gerðarsafni. Einnig er hurðin af vinnustofunni þar til sýnis en það mun vera hliðin sem sneri út.

mbl.is kíkti á Kjarvalsstaði í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert