Hernaðarandstæðingar fylgjast með

P-8A, eftirlitsflugvél bandaríska hersins.
P-8A, eftirlitsflugvél bandaríska hersins.

„Það eru svo sem ekkert miklar fregnir að Bandaríkjaher vilji hafa einhver umsvif hér á landi en það er öllu óljósara hvort þeir séu velkomnir hingað,“ segir Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.

Fundur fer fram í utanríkismálanefnd Alþingis í fyrramálið þar sem rætt verður um viðbúnað Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli.

Fjölmiðlar greindu frá því í gær að til stæði að fara í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli af hálfu Bandaríkjamanna og var leitt að því líkur að til stæði að auka viðveru bandarískra herflugvéla hér á landi.

„Það lá fyrir að þeir vildu hafa umsvif hér áfram en var svolítið stillt upp við vegg af íslenskum stjórnvöldum um að það yrði að vera full starfsemi eða engin,“ segir Auður Lilja.

Hún reiknar með því að formleg viðbrögð komi frá Samtökum hernaðarandstæðinga vegna málsins. „Við munum fylgjast mjög grannt með umræðu utanríkismálanefndar og viljum fá að vita hver sé raunverulega staðan á þessu máli því fregnirnar af því hafa verið frekar óljósar.“

Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Mynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert