Deila áhyggjum af niðurskurði

Frá Langholtsskóla.
Frá Langholtsskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Heimilis og skóla,  landssamtaka foreldra, segir vandséð hvernig ná eigi markmiðum Hvítbókar mennta- og menningarmálaráðherra þegar skólum sé gert nær ókleift að uppfylla lögbundnar skyldur gagnvart nemendum sökum fjárskorts.

Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau taka undir áhyggjur samninganefnda og stjórna Skólastjórafélags Íslands og Félags grunnskólakennara og Reykjavíkurdeildar Félags stjórnenda leikskóla af niðurskurði og skertri þjónustu við nemendur leik- og grunnskóla.

„Félag stjórnenda leikskóla telur að nú sé komið inn að beini í skerðingu á fjármagni til leikskóla sem ekki sé hægt að mæta nema með beinni skerðingu á þjónustu við börn og fjölskyldur og með minni gæðum í leikskólastarfinu,“ segir í yfirlýsingunni.

„Stjórnir samninganefndar Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands telja einnig að óbreytt staða muni leiða til verulega skertrar þjónustu við nemendur skólanna. Félögin óttast að verði ekki horfið frá þessari stefnu valdi það varanlegum skaða á skólastarfi. Stjórn Heimilis og skóla deilir þessum áhyggjum.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert