Djúp lægð á leiðinni

Það er upplagt að gefa fuglunum um helgina en það …
Það er upplagt að gefa fuglunum um helgina en það er útlit fyrir flott vetrarveður víðast hvar. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Eftir helgina er útlit fyrir talsverðar umhleypingar, og strax á mánudag gengur nokkuð djúp lægð upp að landinu með hlýindum og talsverðri úrkomu. Það er því um að gera að njóta helgarinnar, segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands en útlit er fyrir fallegt vetrarveður um helgina.

Í dag, föstudag dregur smám saman úr úrkomunni á austanverðu landinu, en þó stinga sér niður él víða um landi, einkum við suður og suðausturströndina í kvöld. Vindáttin er norðaustlæg, hvassast verður við norðurströndina, 8-13 m/s. Á morgun er svipað veður í kortunum en það heldur áfram að kólna, og á sunnudag er útlit fyrir vetrarstillur og talsvert frost um allt land, segir á vef Veðurstofu Íslands.

Á laugardag:
Austan 8-13 m/s og dálítil él, einkum SA-til en bjartviðri vestantil. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum N-lands.

Á sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en líkur á stöku éljum norðvestantil. Talsvert frost.

Á mánudag:
Ört vaxandi suðaustanátt með slyddu síðdegis en sunnan 15-23 m/s og rigning V-til um kvöldið. Suðaustan 8-13 m/s of úrkomulítið NA-til fram á kvöld. Hlýnandi veður, víða frostlaust um kvöldið.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og talsverða vætu A-til á landinu en gengur í norðvestan hvassviðri og snjókomu vestantil síðdegis. Kólnar í veðri, frost um allt land undir kvöld.

Á miðvikudag:
Minnkandi vestlæg átt og stöku él en snjókoma með norðurströndinni. Áfram kalt í veðri.

Á fimmtudag:
Suðlæg átt og bjartiviðri fram eftir degi en vaxand suðaustanátt og ofankoma vestantil um kvöldið. Hlýnar í veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert