Tímamót fyrir íslenska myndlist: Marshall samningar undirritaðir

Dagur B. Eggertsson, undirritar samningana fyrir hönd Reykjavíkurborgar en á …
Dagur B. Eggertsson, undirritar samningana fyrir hönd Reykjavíkurborgar en á myndinni eru auk hans, Daníel Björnsson frá Kling og Bang, Þorgerður Ólafsdóttir frá Nýlistasafninu, Steinþór Kári Kárason arkitekt Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá HB Granda. mbl.is/Eggert

Formlega var gengið frá samningum um Marshall-húsið í dag, en í haust fær byggingin nýtt hlutverk þegar Ný­l­ista­safnið, gallerí Kling og Bang og listamaður­inn Ólaf­ur Elías­son koma sér fyrir þar, auk veitingastaðar á jarðhæð. 

Marshall húsið er að Grandagarði 20, byggt 1948 sem síldarverksmiðja, sem að hluta til var fjármögnuð með Marshall aðstoð Bandaríkjanna. Hugmyndasmiðir þessa verkefnis eru Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason arkitektar hjá Kurt og Pí arkitektum.

mbl.is/Eggert

Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir:

„Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifaði í dag vegna þessa verkefnis undir fimm samninga og setti upphafsstafi sína á 110 blaðsíður. Reykjavíkurborg tekur á leigu 2. – 4. hæð hússins af HB Granda til 15 ára og leigir síðan áfram til i8 Gallerí, Nýlistasafninu, Kling og Bang Gallerí, i8 Gallerí ehf. og Stúdíó Reykjavík, sem Ólafur Elíasson tengist.  Á neðstu hæð hússins verður opnaður veitingastaður með sérstaka áherslu á sjávarfang, en það er ótengt samningum sem gengið var frá í dag.

„Það er mikið fagnaðarefni að samstarf hafi tekist um öfluga menningarstarfsemi í Marshall húsinu. HB Grandi mun ráðast í endurgerð hússins af myndarbrag þannig að húsið verður sannkölluð borgarprýði. Reykjavíkurborg kemur að málinu með því að leigutryggja verkefnið. Það sem skiptir þó mestu máli er að náðst hefur samstarf við þrjá framsækna og kraftmikla samstarfsaðila á myndlistarsviðinu sem áttu ákveðið frumkvæði að verkefninu. Það mun tryggja að Marshall húsið verður eitt mest spennandi myndlistar- og menningarhús borgarinnar og þó víðar væri leitað,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.

 Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir þetta samstarf marka tímamót. „Við í HB Granda erum mjög ánægð með þá uppbyggingu sem á sér stað í nærumhverfi okkar á Granda og það verður ánægjulegt að sjá líf færast í Marshall húsið á nýjan leik. Við hlökkum til að hefja þær miklu framkvæmdir sem framundan eru og munum gera okkar besta til að sníða innviði að því starfi sem þar mun fara fram. Það fer vel á því að starfsemi HB Granda í Reykjavík sé á milli listaverksins Þúfu eftir listakonuna Ólöfu Nordal sem HB Grandi reisti og fyrirhugaðrar listamiðstöðvar í húsnæði félagsins.““

Tengdar fréttir: 

Myndlist tekur yfir Marshall-húsið

Verður ný vídd í menningarlífinu

Annars vegar var skrifað undir samninga við HB Granda og …
Annars vegar var skrifað undir samninga við HB Granda og hins vegar við listhópa sem starfa munu í húsinu, en þar verður aðsetur Nýlistasafnsins og listamannarekna gallerísins Kling og Bang. Einnig verður þar vinnustofa og sýningarrými Ólafs Elíassonar. mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
Gestir viðstaddir undirritunina í dag.
Gestir viðstaddir undirritunina í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
.
. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert