Snjórinn þyrlaðist upp undan kanadísku þyrlunni

Mikið kóf þyrlaðist upp þegar björgunarþyrla kanadíska flughersins flaug lágt yfir akstursbraut á Reykjavíkurflugvelli í fyrradag. Þrýstingurinn frá þyrluspöðunum var svo mikill að manni var ekki stætt nálægt þyrlunni, að sögn ljósmyndarans.

Björgunarþyrlan kom hingað til æfinga en hún er alla jafna staðsett á Nýfundnalandi. Þar sinnir hún leit og björgun á hafsvæði sem heyrir undir Björgunarmiðstöðina í Halifax. Það liggur að björgunarsvæði sem heyrir undir Ísland.

Tilgangur heimsóknarinnar var m.a. að efla samskipti þyrlusveita Íslands og Kanada og eins að bæta getu Íslendinga til að taka á móti erlendu björgunarliði ef á þarf að halda. Þyrlan heldur af landi brott í dag. gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert