Óstöðug snjóalög og óvenjulágt óson

Óson mælist enn óvenjulágt.
Óson mælist enn óvenjulágt. mbl.is/Styrmir Kári

Óstöðug snjóalög eru víða um land og sú hætta er fyrir hendi að ferðamenn komi af stað snjóflóðum. Þetta segir á vef Veðurstofu Íslands og er þessu sérstaklega beint að fólki sem er á ferð í fjallendi.

Þá er sama staða uppi og var í gær, þ.e. að óvenjulágt óson mælist nú yfir Íslandi og er spáð sólbjörtu veðri í dag.

Ef útvistarfólk er um lengri tíma í sól, þar sem snjór einnig hylur jörðu, er rík ástæða til að verja sig gegn geislum sólar, t.d. með því að nota sólgleraugu og sólvörn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert