Búast við 108 þúsund farþegum

Fyrsta skemtiferðaskipið á árinu 2016 í Reykjavíkurhöfn. Magellan lagðist við …
Fyrsta skemtiferðaskipið á árinu 2016 í Reykjavíkurhöfn. Magellan lagðist við bryggju í Reykjavíkurhöfn 6. mars sl. mbl.is/Árni Sæberg

Hin árlega vertíð skemmtiferðaskipa hefst á morgun, sunnudaginn 1. maí. Skemmtiferðaskipið Magellan kemur þá til Reykjavíkur í annað sinn á þessu ári. Skipið kom síðast til landsins 6. mars s.l. og hafði viðkomu í einn sólahring.

Áætlað er að Magellan, sem er rúmlega 46 þúsund brúttótonn, leggist að Skarfabakka klukkan 8 að morgni sunnudags. Það mun leggja úr höfn að nýju klukkan 13 á mánudag.

Næstu skipakomur verða 17. maí n.k. Þá koma skipin Albatros og Celebrity Eclipse. Það síðarnefnda er fyrsta risaskips sumarsins, 121.878 brúttótonn.

Í frétt á heimasíðu Faxaflóahafna kemur fram að áætlaðar komur skemmtiferðaskipa í ár séu 113 og farþegar verði um 108 þúsund talsins. Tímabil skemmtiferðaskipanna er sífellt að lengjast og spannar nú átta mánuði ársins, frá byrjun mars til miðs októbers. Komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í fyrra voru alls 108, borið saman við 90 árið 2014. Aukningin á milli ára var 20% en fjöldi farþega stóð hins vegar í stað, var um 100 þúsund. Ræðst það af því að færri stór skip komu í fyrra en áður, á meðan minni skipum, svokölluðum leiðangursskipum, fjölgaði.

15 hafnir eru innan samtakanna Cruise Iceland, en komum skemmtiferðaskipa í hafnir á landsbyggðinni hefur fjölgað ár frá ári. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert