Einn stendur við ummælin

Nokkrir þeirra sem fengu kröfubréf frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni tveggja karlmanna sem kærðir voru fyrir nauðgun en málum þeirra vísað frá, um helgina hafa haft samband við hann og beðist afsökunar á ummælum sínum.

Einn hafði samband og sagðist standa við ummæli sín og verður honum stefnt. Gefinn var frestur til miðnættis í kvöld til að svara kröfunni og því gætu fleiri átt eftir bregðast við bréfunum. 

Vilhjálmur sendi út tuttugu og tvö kröfubréf og tvær kærur á laugardaginn fyrir hönd umbjóðenda sinna. Fréttablaðið greindi í nóvember á síðasta ári frá hrottalegum árásunum sem sagðar voru hafa átt sér stað í íbúð í Hlíðunum. Þá sagði einnig að íbúðin hafi verið búin útbúnaði til ofbeldisiðkunar.

Mennirnir sem sagðir voru gerendur í málinu voru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins og safnaðist hópur fólks saman fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu og mótmælti því. Margir létu í sér heyra á samfélagsmiðlum vegna málsins undir kassamerkinu #almannahagsmunir.

Vilhjálmur segir í samtali við mbl.is að nokkrir hafi haft samband, beðist afsökunar og óskað eftir því að ljúka sínum málum. Þá hafa lögmenn haft samband við hönd annarra, sagst ætla að skoða málið og hafa samband á næstum dögum. Einn hafði samband, sagðist standa við ummæli sín og verður honum stefnt, að sögn Vilhjálms.

Stundin greindi frá því að í kröfubréfunum væri beiðni um opinbera afsökunarbeiðni, að ummæli verði dregin til baka og greiðslu skaðabóta allt frá einni milljón á hvorn skjólstæðing, upp í þrjár milljónir auk lögfræðikostnaðar.

Frétt mbl.is: Krefjast opinberrar afsökunarbeiðni

Efnt var til mótmæla við lögreglustöðina við Hverfisgötu.
Efnt var til mótmæla við lögreglustöðina við Hverfisgötu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert