Ferðamaðurinn var sendur heim

Líðan ferðamannsins versnaði eftir að hann var kominn heim á …
Líðan ferðamannsins versnaði eftir að hann var kominn heim á hótel og var hann þá sendur aftur upp á spítala. Ómar Óskarsson

Breski ferðamaðurinn sem lést á Landspítalanum um helgina var upphaflega greindur sem rifbeinsbrotinn og sendur heim.

Ferðamaðurinn datt í miðbænum og var hann samkvæmt heimildum mbl.is upphaflega greindur sem rifbeinsbrotinn eftir fallið og sendur heim á hótel, en lítið er yfirleitt gert við rifbeinsbroti nema gefa verkjalyf. Eftir að maðurinn var kominn heim á hótel versnaði hins vegar líðan hans verulega og var hann þá sendur aftur upp á Landspítala. Þar komu í ljós innvortis blæðingar og lést maðurinn í aðgerð.

Samkvæmt heimildum mbl.is þá var eiginkona mannsins umkomulaus hér á landi eftir andlát mannsins, en ekki náðist samband við neinn í breska sendiráðinu. Var þá reynt að fá bresku lögregluna til að aðstoða við að ná sambandi við sendiráðsfólk og gekk það seint og um síðir.

Að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var bæði landlækni og lögreglu gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks.

Uppfært 04.05.2016

Eftirfarandi athugasemd barst frá Breska sendiráðinu:

„Í frétt mbl.is sem birtist mánudagskvöldið 2. maí undir fyrirsögninni „Ferðamaðurinn var sendur heim“ er ranghermt, að “ekki hafi náðst samband við neinn í breska sendiráðinu.“ Breska utanríkisþjónustan hefur veitt borgaraþjónustu í þessu máli með eðlilegum hætti.“

Talinn hafa látist vegna mistaka

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert