Bremsurnar biluðu í Bankastræti

Frá gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis. Myndin er úr safni.
Frá gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis. Myndin er úr safni. Morgunblaðið/Eggert

Umferðaróhapp varð á gatnamótum Bankastrætis og Lækjargötu í gærkvöldi þegar ökumaður bifreiðar sem ekið var niður Bankastræti missti stjórn á henni þegar bremsurnar hættu að virka. Bíllinn lenti á tveimur bifreiðum en enginn slasaðist þó.

Bíllinn fór yfir á rauðu ljósi inn á gatnamótin og lenti á tveimur öðrum. Allar bifreiðarnar voru fjarlægðar af vettvangi með dráttarbifreið. Skráningarmerki voru tekin af bifreiðinni sem olli tjóninu vegna ástands hennar, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert