Í eðlilegri þinglegri meðferð

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá annað en ágætis gangur sé í þinglegri meðferð húsnæðisfrumvarpa Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra og menn ættu að spara sér að fella dóma um framgang frumvarpanna á meðan svo er.

Þetta sagði fjármálaráðherra þegar hann var spurður hvað hann segði um þau orð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambands Íslands, á 1. maí að forsendur kjarasamninga myndu bresta ef húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur næðu ekki fram að ganga á yfirstandandi þingi.

Spurður hvort hann teldi þá að ekkert ætti að geta komið í veg fyrir það að húsnæðisfrumvörpin yrðu að lögum fyrir næstu alþingiskosningar sagði Bjarni: „Það er að minnsta kosti allt of snemmt að fella einhverja dóma um það á meðan þingið er með málin í eðlilegri efnislegri meðferð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert