Fara aftast í röðina við haftalosun

Aflandskrónueigendur verða ekki þvingaðir til að selja hlutabréf í sinni …
Aflandskrónueigendur verða ekki þvingaðir til að selja hlutabréf í sinni eigu mbl.is/Árni Sæberg

Innlánsstofnanir sem geyma reikninga aflandskrónueigenda sem ekki taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans, munu sæta 100% bindiskyldu hjá Seðlabankanum sem nemur andvirði reikninganna.

Seðlabankinn mun greiða innlánsstofnunum 0,5% vexti á þá fjárhæð. Það verður hins vegar innlánsstofnananna sjálfra að taka ákvörðun um hvaða vexti þær hyggjast bjóða eigendum reikninganna.

Vaxtaprósenta Seðlabankans verður árlega endurskoðuð og segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri að vaxtakjörin taki mið af því hvernig bankinn endurfjárfesti þær krónur sem bindiskyldan tryggi bankanum. „Það má í raun segja að vextirnir taki að einhverju leyti mið af ávöxtun forðans hjá bankanum,“ segir Már í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert